Unnið verður að viðhaldi og málun Háteigskirkju í janúar 2025 í tilefni af 60 ára afmæli kirkjunnar sama ár. Af þessum sökum verður Háteigskirkja lokuð frá og með 7. janúar út mars 2025 á meðan unnið er að málun að innan. Safnaðarheimili kirkjunnar verður opið eins og venjulega og helgihald flyst þangað, í veislusal á 2. hæð. Safnaðarheimilið er staðsett á bak við kirkjuna (gengið er inn um glerdyr norðanmegin, frá bílastæði á ská gegnt gamla Stýrimannaskólanum). Gæðastundir eldri borgara, Fjölskyldusamverur og Bænastundir sem haldnar hafa verið í safnaðarheimilinu haldast óbreyttar á meðan kirkjan er lokuð. Unnið verður að málun kirkjunnar að utan á vordögum, sem mun ekki hafa áhrif á opnun hennar.
Fyrsta messan 2025 í safnaðarheimili Háteigskirkju verður þann 12. janúar 2025 kl. 11.
Verið velkomin!