Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 3. desember kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Rvík-eystra og Sigurður Grétarsson prófessor spila létt lög og jólalög á saxófón og gítar og segja jólasögu. Um er að ræða síðustu Gæðastund á þessu misseri. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur! (Dagskrá Gæðastunda á vormisseri 2025 verður auglýst síðar).