Fyrsta GÆÐASTUND eldri borgara á haustmisseri 2024 verður þriðjudaginn 17. sept. kl. 13:30 til 15. Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona og málari og Óttar Guðmundsson, geðlæknir og rithöfundur, flytja erindi sem ber yfirskriftina “Rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð”. Að venju verður boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur aftur! (Heildardagskrá haustsins verður auglýst síðar).