Guðsþjónusta kl.11 4.júlí í safnaðarsal kirkjunnar.

Guðsþjónusta kl.11. Að þessu sinni verður guðsþjónustan haldin í safnaðarsal kirkjunnar (gengið inn að norðan.) Við fáum góða gesti sem er hinn danski drengjakór sem nú er í heimsókn hér á landi.
Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju syngja sömuleiðis. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson.

Guðsþjónusta sunnudaginn 27. júní kl.11

Guðsþjónusta verður að venju kl.11 á sunnudag.
Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju sjá um sönginn.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.

Sunnudagur 30. maí – Þrenningarhátíð.

Guðsþjónusta kl. 11.  Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Hópur úr Domus Vox, Áróra syngur. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Allir hjartanlega velkomnir.

Hvítasunna

Gleðilega hátíð heilags anda!

Það eru sannkallaðir hátíðisdagar hjá okkur í Háteigskirkju, því á hvítasunnudag eru fyrstu fermingar vorsins kl. 10:30 og 13:30. 

Annan í hvítasunnu, þann 24. maí verður fermingarathöfn kl. 10:30.

Við óskum fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju!

Í öllum fermingarathöfnum á hvítasunnu þjóna þau sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel og félagar Kordíu, kór Háteigskirkju leiða sönginn. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.

Söfnuðinum öllum óskum við gleðilegrar hátíðar með hvítasunnusálminum fallega Leiftra þú sól, sem Kordía, kór Háteigskirkju syngur.