Messa kl. 11. Sr. Þorvaldur Víðisson prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Kveikt verður á fjórða kertinu á aðventukransinum. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Barn verður borið til skírnar í guðsþjónustunni. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
(Meðfylgjandi mynd er frá hátíðlegu Aðventukvöldi þann 15. desember sl. og sýnir Biskup Íslands sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem flutti hugvekju við tilefnið og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur ganga milli bekkja og tendra kerti, sem allir kirkjugestir báru, áður kórar og kirkjugestir sungu Fögur er foldin við kertaljós undir lok Aðventukvöldsins.)

See insights and ads