Sunnudagur 9. nóvember

Messa kl. 11. Kristniboðsdagurinn. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Alma Haraldsdóttir. Heitt á könnunni, djús og kruðerí í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.