Sunnudagur 24. september – sextándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

(Myndin sem fylgir er frá hljómfagurri æfingu í Háteigskirkju í morgun sem gladdi gesti er litu við í kirkjunni).