Sunnudagur 21. desember – Fjórði sunnudagur í aðventu

Messa kl. 11. Fermingarbörn kveikja á kertum aðventukransins. Lestur, ljóð, íhugun og altarisganga. Aðventusálmarnir sungnir. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans Erlu Rutar Káradóttur. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Heitt á könnunni, ávaxtasafi og kruðerí í safnaðarheimili að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.