Sunnudagur 19. október

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur. Kórstjóri og organisti er Guðný Alma Haraldsdóttir. Kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.
– – Minnum á að kl. 12:20 til 14:30, að lokinni fjölskylduguðsþjónustu, mun Háteigskirkja leggja sitt af mörkum fyrir verkefnið JÓL Í SKÓKASSA sem KFUM og KFUK standa fyrir og gengur út á að útbúa jólagjafir handa munaðarlausum börnum í Úkraínu og eru allir velkomnir að taka þátt. Sjá nánar hér: https://hateigskirkja.is/jol-i-skokassa-2025-i-hateigskirkju-naestkomandi-sunnudag-19-okt-kl-1220-1430/
Sjá einnig nánari upplýsingar um verkefnið á vef KFUM hér:
https://www.kfum.is/skokassar/