Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju – viltu vera með?

Perlukór Háteigskirkju er frábær kór með flottum krökkum 12 ára og eldri. Kórinn hefur farið í ferðalög, haldið tónleika og gert tónlistarmyndband en einnig brallað margt annað skemmtilegt, farið á skauta, keilu, haldið bingó og margt fleira. Perlukórinn getur bætt við sig röddum en margt spennandi er framundan í starfinu. Æfingar eru á mánudögum kl. 18:45-20:00 og kostar ekkert.

Stjórnandi kórsins er Guðný Einarsdóttir. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu má endilega hafa samband við Guðnýju á netfangið gudnyei@gmail.com