Kordía, kór Háteigskirkju, heldur tónleika í Háteigskirkju næstkomandi þriðjudag 25. nóvember kl 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Háteigskirkju.
Gloría, eftir Antonio Vivaldi (RV 589), verður flutt ásamt öðrum verkum, en m.a. verða frumflutt verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Björn Önund Arnarsson. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga.
Hljóðfæraleikarar eru:
Guðný Einarsdóttir, orgel,
Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðla
Fidel Atli Quintero Gasparsson, víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló
Jón Hafsteinn Guðmundsson, trompet
Stjórnandi: Erla Rut Káradóttir.
Miðasala við inngang og á tix.ishttps://tix.is/event/20647/gloria
