JÓL Í SKÓKASSA 2025 í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag 19. okt. kl. 12:20-14:30

Næstkomandi sunnudag 19. október kl. 12:20 til 14:30 (að lokinni fjölskylduguðsþjónustu) mun Háteigskirkja leggja sitt af mörkum fyrir verkefnið JÓL Í SKÓKASSA sem KFUM og KFUK standa fyrir og gengur út á að útbúa jólagjafir handa munaðarlausum börnum í Úkraínu, sjá nánar hér:
https://www.kfum.is/skokassar/
Öllum áhugasömum gefst kostur á að koma saman í Setrinu, sem er kaffistofa á jarðhæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, að lokinni fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 19. október næstkomandi og útbúa gjafir í kassa. Um er að ræða fallega og gefandi samverustund fyrir fjölskyldur og alla sem hafa áhuga á að taka þátt.
Hver kassi þarf að innihalda amk einn hlut úr hverjum af eftirfarandi fimm flokkum:

1) LEIKFÖNG (t.d. lítill bíll eða dúkka …)
2) SKÓLADÓT (t.d. penni, blýantur …)
3) HREINLÆTISVARA (t.d. tannbursti, sápa …)
4) SÆLGÆTI (t.d. sleikjó, karamellur …)
5) FÖT (t.d. sokkar, húfa …)

Kirkjan útvegar skókassa (þó takmarkað magn svo að gott er að taka kassa með) og merkimiða, gjafapappír, einnig eitthvað af hreinlætisvörum og sælgæti (allt án endurgjalds) til að setja í kassana. Þátttakendur koma með leikföng, skólavörur, hreinlætisvörur, sælgæti (í upprunalegum lokuðum umbúðum) og föt sem hæfa aldri og kyni þeirra barna sem þau ætla að útbúa kassann sinn fyrir.
Efst í hvern kassa þarf að leggja 500 – 1000 kr. seðil sem er fyrir kostnaði verkefnisins og eru þátttakendur beðnir um að hafa það einnig meðferðis. Háteigskirkja sér um að koma frágengnum jólakössum til KFUM og KFUK á Íslandi, sem sjá svo um að koma jólagjöfunum til munaðarlausra barna í Úkraínu.
Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt!