Minnum á Gæðastund eldri borgara á morgun þriðjudag 21. nóvember kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari Gæðastund flytur Edda Björgvinsdóttir, leikkona, erindi sem ber yfirskriftina “Húmor og hamingja – dauðans alvara”.
Hlökkum til að sjá ykkur ! (SJÁ HEILDARDAGSKRÁ GÆÐASTUNDA Á HAUSTMISSERI 2023 NEÐAR)
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndirnar sem fylgja eru frá góðri Gæðastund þann 14. nóv. sl þegar Inga Elín, myndlistarmaður og hönnuður, flutti erindi sem bar yfirskriftina “Lífsverkið”.)
Dagskrá Gæðastunda í Háteigskirkju haustmisseri 2023
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.
- sept Sr. Davíð Þór Jónsson, prestur í Háteigskirkju. (Allt uns festing brestur, um efni og ljóðform dróttkvæðs háttar, eins hins dýrasta í íslenskri bragfræði)
- okt KONFEKTBINGÓ (Við spilum bingó saman undir léttum tónum – vinningarnir eru konfektkassar með ljúffengum súkkulaðimolum)
- okt Ármann Reynisson, rithöfundur. (Vinjettur… lifandi örsögur með fjölbreyttu efni úr lífinu og umhverfinu)
- okt Gissur Páll Gissurarson, tenór. (Gildi matar og tónlistar fyrir fagurfræði daglegs lífs)
- okt Arna Guðný Valsdóttir, myndlistakona, listkennari við VMA og stjórnarmaður Gilfélagsins á Akureyri. (Listagilið, orkuveita í norðlensku lista- og menningarlífi) (ATH! GÆÐASTUND 24. OKT. FÉLL NIÐUR ÞAR SEM HANA BAR UPP Á KVENNAFRÍDAGINN. ERINDI ÖRNU GUÐNÝJAR FLYST YFIR Á VORMISSERI).
- okt Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. (Elstu heimildir um íslensku. Fjallað um þróun íslensku og birtingu í elstu handritum, rit á íslensku sem varðveist hafa frá miðöldum og staðsetningu elstu handrita, orðaforða elstu texta og hvernig hann er frábrugðinn nútímamáli)
- nóv Lilja Árnadóttir, fyrrv. fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands. (Refilsaumuðu íslensku altarisklæðin)
- nóv Inga Elín, myndlistarmaður og hönnuður. (Lífsverkið)
- nóv Edda Björgvins, leikkona. (Húmor og hamingja – dauðans alvara)
- nóv Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Rvík-eystra og Sigurður Grétarsson prófessor. (Spila létt lög á saxófón og gítar og segja skemmtisögur, m.a. jólasögu)
JÓLAHLÉ – Dagskrá Gæðastunda á vormisseri 2024 auglýst síðar




