Foreldramorgnar í Háteigskirkju hefjast aftur eftir sumarfrí á morgun, miðvikudag 13. september kl. 10:00 – 11:30

Minnum á að Foreldramorgnar í Háteigskirkju hefjast aftur eftir sumarfrí á morgun, miðvikudag 13. september kl. 10-11:30 og verða vikulega á þessum tíma á miðvikudagsmorgnum. Við munum brydda upp á nýjung á fyrstu foreldramorgnum vetrarins og bjóða upp á létta Krílasálma, en Krílasálmar eru söng- og skynjunarupplifunarstundir fyrir ungabörn. Foreldrar mæta með börn sín í Setrið, kaffistofurými á fyrstu hæð í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Krílasálmastundin hefst um kl. 10:20 og tekur um 20 mínútur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi/te.
Foreldrar með ungabörn verið velkomin !