Í dag, fimmtudaginn 6. nóvember milli kl. 17 og 18, munu börn úr fermingarfræðslu í Háteigskirkju taka þátt í söfnun fermingarbarna á öllu landinu til stuðnings Hjálparstarfs kirkjunnar. Safnað er fyrir vatnsverkefni í Afríku og sértækri innanlandsaðstoð á Íslandi og er söfnunin í samhengi við þann hluta fermingarfræðslunnar sem snýr að samspili trúar og siðar. Börnin munu banka á dyr við götur í Háteigssókn með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Það er okkar von að þið sýnið þeim sem fyrr vinsemd í þessu verkefni þeirra.
Hlýjar kveðjur,
prestar og starfsfólk Háteigskirkju og Hjálparstarfs kirkjunnar
