Í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Háteigskirkju í Reykjavík bjóðum við upp á áhugaverða og skemmtilega fræðslugöngu ásamt kvöldverði í og við Háteigskirkju miðvikudaginn 17. september n.k. kl. 18. Safnast verður saman við Kjarvalsstaði kl. 18:00 þar sem Pétur H. Ármannsson, arkítekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, fjallar um tilurð og arkítektúr kirkjubyggingarinnar. Gengið verður frá Kjarvalsstöðum að Háteigskirkju, hringinn í kringum byggingarnar þar og loks skoðum við kirkjuna innanverða og njótum fræðslu um form og tákn í byggingarlist og hönnun hennar. Að því búnu, um kl. 19:00, býðst þátttakendum að njóta kvöldverðar saman í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Þátttaka í viðburðinum, að kvöldverði meðtöldum, kostar 5000 kr. (ATH! Eitt verð með eða án kvöldverðar). Við óskum vinsamlegast eftir því að þátttakendur skrái sig í tíma, svo áætla megi fjölda þátttakenda í sameiginlegum kvöldverði.
Skráning í viðburðinn fer fram með eftirfarandi móti:
Greitt með millifærslu:
- Þátttakandi greiðir með millifærslu 5000 kr. inn á styrktarreikning Háteigskirkju:
Kt. 600169-3439 – Reikn.nr. 0301-26-026001 - Þátttakandi sendir greiðslustaðfestingu með nafni (nöfnum ef greitt er fyrir fleiri en einn) á netfangið hateigskirkja@hateigskirkja.is
Eða
Greitt með greiðslukorti:
Ef fólk óskar eftir því að greiða með greiðslukorti:
- Senda staðfestingu á þátttöku á netfangið hateigskirkja@hateigskirkja.is og taka fram að greitt verði með greiðslukorti.
- Mæta um kl. 17:30 við Kjarvalsstaði þann 17. sept. og greiða þátttökugjaldið 5000 kr. með greiðslukorti fyrir gönguna (en starfsfólk Háteigskirkju verður þar með greiðsluposa við hönd).
