Frískápur við Háteigskirkju

Kæru nágrannar og samborgarar – áhugahópur í hverfinu leitaði eftir samstarfi við Háteigskirkju um að koma upp frískáp við Háteigskirkju. Verkefnið er nú orðið að veruleika og hefur hópurinn nú komið upp frískáp við Háteigskirkju í samstarfi við kirkjuna. Frískápurinn er staðsettur við austurenda Háteigskirkju, gegnt Tækniskólanum, við Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Það er von og trú Háteigskirkju að frískápurinn verði vel nýttur og nýtist samfélagi sínu til þeirra markmiða sem hann er starfræktur, en frískápurinn er deiliskápur og er starfræktur með þeim helstu markmiðum að:

– minnka matarsóun

– vera leið til að deila neysluhæfum mat milli fólks

– vera ein leið til að tryggja aðgengi allra að mat

Vinsamlegast athugið að:

– Öllum er frjálst að setja mat í og taka mat úr skápunum hvenær sem þeim hentar í takt við markmið skápsins.

– Nýting skápsins og þeirra matvæla sem hann geymir er notendum gjaldfrjálst. (Háteigskirkja leggur til rafmagn til starfrækslu frískápsins og áhugahópurinn sér um eftirfylgni með umgengni um skápinn)

– Neysla matarins er á eigin ábyrgð.

– Skápurinn er einungis fyrir neysluhæfan mat (gott ráð er að merkja matinn með dagsetningu og innihaldslýsingu).

– Góð umgengni og hreinlæti er tilskilið.

– Munum að um er að ræða samfélags-samvinnusverkefni sem rekið er í því skyni að hlúa að og bæta samfélag okkar.

Sjá nánar um verkefnið á facebooksíðu umsjónarhóps frískápsins:

https://www.facebook.com/groups/364372409655047