Erla Rut Káradóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Háteigskirkju í stað Guðnýjar Einarsdóttur sem hefur verið ráðin Söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Erla Rut er fædd 1989 og er með kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, BA í mannfræði frá HÍ og BA í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands. Erla Rut hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur frá 2015.
Erla Rut býr í Háteigssókn með eiginmanni sínum og þremur börnum. Hún hefur þegar hafið störf að hluta, hún hefur tekið við stjórn Perlukórsins, barna – og unglingakórs Háteigskirkju, og mun taka við öðrum verkefnum organista og kórstjóra á næstu vikum.
Við bjóðum Erlu Rut hjartanlega velkomna til starfa við Háteigskirkju og hlökkum til samstarfsins við hana.
