Sunnudagur 17. september – fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Perlukórinn barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Kaffi, kex og djús í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin !