Sunnudagur 27. ágúst – 12. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Nýr fermingarárgangur fæddur 2010 boðinn velkominn, skráning að messu lokinni. Kveðjumessa fyrir sr. Eirík Jóhannsson sem ráðinn hefur verið til Hallgrímskirkju og Guðnýju Einarsdóttur, organista sem ráðin hefur verið söngmálastjóri og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Sr. Eiríkur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarpresti og sr. Davíð Þór Jónssyni sem ráðinn hefur verið tímabundið í starf prests við Háteigskirkju. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir. Að messu lokinni býður sóknarnefnd Háteigskirkju upp á veitingar í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

May be an image of the Basilica of the National Shrine of the Immaculate Conception

See insights and ads

Boost post

Like

Comment

Share