Stjórnandi Barna- og unglingakórs Háteigskirkju, Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju, og stjórn kórsins, sem skipuð er foreldrum barnanna, þakka hjartanlega öllum þeim sem mættu og tóku þátt í afar vel heppnuðu og stórskemmtilegu páskabingói kórsins sl. sunnudag 19. mars, en bingóið var haldið til fjáröflunar fyrir ferð kórsins á kóramót í Svíþjóð í vor. Páskabingóið var einstaklega vel sótt og var mikil og góð stemming í salnum, enda fjölmargir veglegir vinningar í boði frá fyrirtækjum sem gáfu varning sem framlag til fjáröflunar vegna kórferðarinnar. Er þeim hjartanlega þakkað fyrir stuðninginn.




