Æfingar hjá Perlukórnum, barna- og unglingakór Háteigskirkju, eru einu sinni í viku. Nánari upplýsingar veitir kórstjóri Guðný Alma Haraldsdóttir (gudnyalma04@gmail.com)
Söngelsk ungmenni 12-18 ára eru hjartanlega velkomin í kórinn!
Barna- og unglingakórinn tekur virkan þátt í starfi kirkjunnar og kemur reglulega fram við ýmis tilefni. M.a. tók kórinn þátt í gerð tónlistarmyndbands með tónlistarmanninum Teiti Magnússyni fyrir jólin 2022.
Haustið 2025 fór kórinn ásamt kórstjóra til Noregs á kóramótið Norbusang.
Vorið 2024 fór kórinn ásamt kórstjóra á kóramót á Akureyri.
Vorið 2023 fór kórinn ásamt kórstjóra til Svíþjóðar á kóramótið Norbusang.

Kórstjóri Perlukórsins Guðný Alma Haraldsdóttir (gudnyalma04@gmail.com)