Dagskrá helgihalds í Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum 202Skírdagur – 14. apríl.
Kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir.
Föstudagurinn langi – 15. apríl.
Guðsþjónusta kl. 14:00. Píslarsagan lesin. Kordía, kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, organista. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Páskadagur – 17. apríl.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, organisti er Guðný Einarsdóttir. Morgunverður í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni í boði sóknarnefndar.
Annar í páskum – 18. apríl.
Ferming kl. 10:30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, organisti er Arngerður María Árnadóttir. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Verið öll hjartanlega velkomin til helgihaldsins í kirkjunni um hátíðisdagana. Ef upp koma neyðartilvik og ná þarf í prest er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur og prófastur á vakt í s. 8609997. Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska.