Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju um sýningaropnun næstkomandi fimmtudag 4. desember kl. 17:

_________________________________________________

Kerfi sýning á verkum Gunnhildar Þórðardóttur í Gallerí Göngum 4. desember 2025 – 30. janúar 2026

Sýningin Kerfi með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð í Gallerí Göngum fimmtudag 4. desember nk. Kl. 17 en sýningin var áður til sýnis í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í ágúst og september á þessu ári. Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur verið virkur myndlistarmaður í 20 ár en af þessu tilefni er hún einnig að gefa út sjöundu ljóðabók sína, Vetrarmyrkur. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni Kerfi eru gerð úr endurunnum listaverkum á striga en einnig verða ný grafíkverk sem eru eins konar tilraunir með form. Listin er alþjóðlegt hreyfiafl og þannig vill listamaðurinn túlka heiminn í gegnum verk sem hreyfa við áhorfandanum með jafnvægi lita og forma eða meta fegurðina og einfaldleikann í að endurnota/uppvinna efni (skapandi endurvinnsla).

Meðan á opnunni stendur mun listamaðurinn lesa upp nýju ljóðabók sinni Vetrarmyrkur, lifandi tónlist, léttar veitingar og allir velkomnir.

Nánar um listamanninn:

Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari eins og áður sagði. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið margar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún fékk ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019 og hefur tekið þátt í fjölda upplestra.

Sýningin stendur til 30. janúar 2026 og verður opin þriðjudag – fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-15. Listamaðurinn verður á staðnum laugardagana 6. og 20. desember kl.13-16 og laugardagana 10. og 24. janúar kl.13-16

Sunnudagur 30. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu kl. 11 með þátttöku Perlukórsins og orgelnemenda undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur og Guðnýjar Einarsdóttur. Helgileikur og kveikt á fyrsta kerti aðventukransins. Prestur: Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur. Heitt á könnunni, djús og kruðerí í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

FJÖLSKYLDUSAMVERA á morgun MIÐVIKUDAG 26. NÓVEMBER kl. 17-18:30


Minnum á FJÖLSKYLDUSAMVERU á morgun MIÐVIKUDAG 26. NÓVEMBER kl. 17-18:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Umsjón hefur Matthías Guðmundsson guðfræðinemi. Sjá nánari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu. Verið öll hjartanlega velkomin! (Vinsamlegast athugið að um er að ræða síðustu Fjölskyldusamveru á þessu haustmisseri. Fjölskyldusamverur hefjast aftur á nýju ári, nánar auglýst síðar).

GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 25. nóv. kl. 13:30 til 15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 25. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Unnur Anna Halldórsdóttir, fyrrv. formaõur Kvenfélags Háteigskirkju og djákni, flytur erindi sem ber yfirskriftina: “Ágrip af sögu Kvenfélags Háteigskirkju”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!
(Vinsamlegast athugið að um er að ræða síðustu Gæðastund á haustmisseri 2025. Fyrsta Gæðastund á vormisseri 2026 verður 20. janúar, dagskrá verður auglýst síðar.)

GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 25. nóv. kl. 13:30 til 15

Næsta GÆÐASTUND eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 25. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Unnur Anna Halldórsdóttir, fyrrv. formaõur Kvenfélags Háteigskirkju og djákni, flytur erindi sem ber yfirskriftina: “Ágrip af sögu Kvenfélags Háteigskirkju”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!
(Vinsamlegast athugið að um er að ræða síðustu Gæðastund á haustmisseri 2025. Fyrsta Gæðastund á vormisseri 2026 verður 20. janúar, dagskrá verður auglýst síðar.)

Sunnudagur 23. nóvember

Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur. Organisti og kórstjóri er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni, djús og kruðerí í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.

Kordía, kór Háteigskirkju, með tónleika í Háteigskirkju næstkomandi þriðjudag 25. nóvember kl 20 í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Háteigskirkju

Kordía, kór Háteigskirkju, heldur tónleika í Háteigskirkju næstkomandi þriðjudag 25. nóvember kl 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 60 ára vígsluafmæli Háteigskirkju.

Gloría, eftir Antonio Vivaldi (RV 589), verður flutt ásamt öðrum verkum, en m.a. verða frumflutt verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Björn Önund Arnarsson. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga.

Hljóðfæraleikarar eru:

Guðný Einarsdóttir, orgel,

Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðla

Fidel Atli Quintero Gasparsson, víóla

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Jón Hafsteinn Guðmundsson, trompet

Stjórnandi: Erla Rut Káradóttir.

Miðasala við inngang og á tix.ishttps://tix.is/event/20647/gloria

May be an image of text that says '60 ÁRA VÍGSLUAFMAELI HÁTEIGSKIRKJU Gloría eftir Antonio Vivaldi Kordía, Kordia,kórHáteigskirkju, kór Háteigskirkju, ásamt hljoofzraleikurum Frumflutt verk eftir Arngerői Mariu Árnadóttur ट Björn Önund Arnarsson Stjórnandi Erla Rut Káradóttir 25. nóvember 2025'

FJÖLSKYLDUSAMVERA á morgun MIÐVIKUDAG 19. NÓVEMBER kl. 17-18:30


Minnum á FJÖLSKYLDUSAMVERU á morgun MIÐVIKUDAG 19. NÓVEMBER kl. 17-18:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Umsjón hefur Matthías Guðmundsson guðfræðinemi. Sjá nánari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu. Verið öll hjartanlega velkomin!

GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 18. nóv. kl. 13:30 til 15

Minnum á GÆÐASTUND eldri borgara á morgun þriðjudag 18. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands, flytur erindi sem ber yfirskriftina “Perlur í safneign Listasafns Íslands”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!

GÆÐASTUND eldri borgara næstkomandi þriðjudag 18. nóv. kl. 13:30 til 15

Næsta GÆÐASTUND eldri borgara verður næstkomandi þriðjudag 18. nóv. kl. 13:30 til 15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dagný Heiðdal, skráningarstjóri Listasafns Íslands, flytur erindi sem ber yfirskriftina “Perlur í safneign Listasafns Íslands”. Að venju verður boðið upp á góðar veitingar. Þátttaka er gjaldlaus (frjáls framlög). Verið hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur!