Tilkynning frá Gallerí Göngum í Háteigskirkju, sýningaropnun fimmtudaginn 4. júlí kl. 16-18:

————————————————
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun á sýningunni SAMFLÆÐI.
Fimmtudaginn 4. júlí kl 16-18 opna þær Erla Halldórsdóttir og María Loftsdóttir myndlstasýningu í Gallerí Göngum, Háteigskirkju. Erla og María hafa báðar stundað myndlistina í mörg ár. Þær hafa lagt stund á nám í myndlistarskólum og sótt námskeið innanlands og erlendis. Báðar hafa þær sýnt á samsýningum og María hefur haldið fjölda einkasýninga bæði innanlands og erlendis m.a í Japan.
Erla vinnur verk sín í dag að mestu leyti í akrýl og með blandaðri
tækni. María vinnur bæði með olíu, akrýl og vatnslitum.
Verkin á þessari sýningu eru unnin í akrýl, með blandaðri tækni og
vatnslitum.
Þær sækja innblástur í náttúruna og umhverfið,
en hver með sínum augum, tilfinningu, og litapallettu.
Þetta er þeirra fyrsta samsýning.
Fyrri myndin: Erla Halldórsdóttir myndlistarkona
Seinni myndin: María Loftsdóttir myndlistarkona