Sunnudagur 22. október

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Perlukór Háteigskirkju syngur. Strengjakvartett úr Tónskóla Sigursveins leikur. Stjórnandi tónlistar og organisti er Erla Rut Káradóttir. Prestur er sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrverandi vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.