Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 21. febrúar kl. 13:30-15. Helgi Gíslason myndhöggvari flytur erindi sem ber titilinn „Sjá þar er maðurinn. Krossferill“.
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 14. febrúar sl. þegar Jóhannes Agnar Kristinsson salsakennari sagði frá salsadansi og sýndi létt salsaspor sem þátttakendur dönsuðu af gleði og innlifun eins og myndirnar sýna, enda bar þessa Gæðastund upp á Valentínusardag. Einnig fylgir mynd af blómaskrúð til að minna á að Góumánuður er genginn í garð með fyrirheit um vorsins birtu og yl. Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð Safnaðarheimilis kirkjunnar (norðurinngangur), aðgengi er fyrir alla.)