Gæðastund í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 28. febrúar

Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund í Háteigskirkju á morgun þriðjudag 28. febrúar kl. 13:30-15. Félagar úr eldri deild Karlakórs Reykjavíkur munu flytja nokkur lög með undirspili.

Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í Safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem boðið er upp á kaffi og góðar veitingar.

(Myndir frá góðri Gæðastund í Háteigskirkju þann 21. febrúar sl. þegar Helgi Gíslason myndhöggvari flutti áhugavert erindi sem bar titilinn „Sjá þar er maðurinn. Krossferill“. Einnig fylgir mynd af norðurinngangi Safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem Gæðastundir fara fram í veislusal á 2. hæð, aðgengi er fyrir alla.)