Fyrsta Gæðastund á vormisseri þann 30. jan næstkomandi

Verið velkomin á fyrstu Gæðastund eldri borgara á vormisseri 2024, næstkomandi þriðjudag 30. janúar kl. 13:30-15 í veislusal á 2. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á þessari fyrstu Gæðastund mun Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður og rithöfundur, flytja erindi sem ber yfirskriftina „Dalamaður finnur nýjan tón í Havana“.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Gæðastundirnar eru stundir þar sem eldri borgarar koma saman, á þriðjudögum kl. 13:30-15:00, í safnaðarheimili Háteigskirkju og boðið er upp á áhugaverð, fróðleg og skemmtileg erindi af ýmsum toga auk þess sem ávallt er boðið upp á kaffi og góðar veitingar.
(Myndirnar sem fylgja eru frá fyrri Gæðastundum)
Tími: Þriðjudaga kl. 13:30-15.
Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (norðurinngangur) í veislusal á 2. hæð.