NÝJASTA SÝNING

Listmálarinn Daði Guðbjörnsson (1954) hefur þegar skipað sér á bekk með athyglisverðustu myndlistamönnum sinnar kynslóðar. Hann hefur farið ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og skapað sér sérstæðan og persónulegan stíl þar sem hugmyndir, tákn og tilvitnanir eru honum óþrjótandi viðfangsefni.

https://www.facebook.com/1602144729839999/videos/290637051866438/BV4js_E

Daði Guðbjörnsson sýnir myndir sínar í Gallerí Göng/um og kallar sýninguna „Málað í Nú-húinu“

Gallerí Göng eru opin alla virka daga kl 10-16 og á messutímum á sunnudögum kl 11-12

Magdalena Nothaft

Sýningin bar yfirskriftina  Hvítt á svörtu. Þar sýndir hún akrýl myndir sem hún hafði málað á léreft. Magdalena er búsett í suður Þýskalandi, Rosenheim og rekur gallerí í Oberstdorf. Þetta var í fyrsta sinn sem hún sýndi á Íslandi.

Bjarni Hinriksson

Sýningin hans „ MYRKVI “ sýndi okkur inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík.  Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

Bjarni Sigurbjörnsson

Sýningin bar yfirskriftina 11. „Að skera í gegnum tíma, í gegnum sögu, að skera sig að eigin uppruna að náttúru gegnum tæknivæðingu og hin nýju skilirí heimsins, skjáheiminn. Drekka blóð jarðar. Skera með pensli til málverksins sem myndvörfum af holdsins upprisu.“

Helgi Grímsson

Sýningin hans „Málað með þræði og orðum“ er hann sýndi útsaumsmyndir og ljóð sín, vakti mikla eftirtekt. Þetta var fyrsta sýningin hans og vonandi ekki sú síðasta

Jóhanna V Þórhallsdóttir

Jóhanna var með sýninguna „Ég hef augu mín til fjallanna“ og sýndi olíumyndir á striga. Jóhanna hefur lauk námi í myndlist í Þýskalandi, en sér aukinheldur um Gallerí Göng

Væntanlegir listamenn

Þau sýna í Gallerí Göngum á þessu ári 

Guðlaugur Bjarnason verður í Gallerí Göng/um í maímánuði

Kristín Geirsdóttir

r

Close Menu