Fjölskylduguðsþjónusta 25. september

Sunnudaginn 25. september kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju. Mikill söngur, leynigestur og orgelfjör!
Prestur er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Organisti er Guðný Einarsdóttir

Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

ORGELKRAKKAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 25. SEPTEMBER til 1. OKTÓBER

DAGSKRÁ
25. september

kl. 11 Fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju
Upphaf hátíðar, orgelkynning og leynigestur

1. október

kl. 12 til 17 Fjölskyldutónleikar og smiðjur í Hallgrímskirkju

Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir.
Fyrir utan auglýsta dagskrá er nemendum 2. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur boðið á sýningar á tónlistarævintýrinu Lítil saga úr orgelhúsi í þremur kirkjum í Reykjavík, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju á skólatíma.

Orgelkrakkahátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Þjóðkirkjunni.

Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar

Messa í Háteigskirkju kl. 11 þann 18. september

Þetta er 14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og guðspjallið að þessu sinni fjallar um það kraftaverk Jesú þegar hann læknaði 10 líkþráa menn.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson
Organisti er Guðný Einarsdóttir
Félagar úr Kordíu kór Háteigskirkju syngur. Auk þess mun María Qing Sigríðardóttir spila á selló við messuna.

Gæðastundir hefjast að nýju á þriðjudaginn 20. september kl. 13:30

Sunnudagur 11. september – 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11.  Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Heitt á könnunni og djús eftir messu.  Verið öll hjartanlega velkomin.

Sunnudagurinn 28.ágúst 2022.

 

Messa í Háteigskirkju á sunnudaginn kemur, þann 28. ágúst kl.11. Prestur verður sr. Eiríkur Jóhannsson. Organisti Guðný Einarsdóttir. Marta Kristín Friðriksdóttir leiðir söng og syngur einsöng. Kaffi og djús á ganginum eftir messu.

Sunnudagur 21. ágúst – Tíundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11.  Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. 

Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja.  Organisti er Guðný Einarsdóttir. 

Skráning fermingarbarna fer fram að messu lokinni. 

Djús og kaffi í milliganginum eftir messu. 

Allir hjartanlega velkomnir.