Börn og unglingar

Foreldramorgnar Krúttasálmar

Foreldramorgnar

Kæru foreldrar. Við höfum verið skikkuð í aðeins lengra páskafrí. Við tökum því eins og það er, og hlökkum mikið til næsta fundar sem verður boðaður. Njótið hátíðarinnar sem framundan er, með ykkar nánustu, og súkkulaði. Gleðilega páska.

barnastrafið

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eiga sér stað á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10.00 til 12.00 og hittast  þá foreldrar ungra barna í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju og hefur Rannveig Eva Karlsdóttir umsjón með stundunum.

Hér er kjörið tækifæri fyrir foreldra ungbarna sem vilja kynnast öðrum og miðla reynslu sinni. Mikil áhersla er lögð á að foreldrar hafi nægan tíma til þess að spjalla saman, hvort heldur börnin sofa úti í vagni eða leika sér hér á gólfinu við hliðina á þeim. Auk þess er boðið upp á kaffi og með því.

Reglulega er boðið upp á fjölbreytt fræðsluerindi sem tengjast foreldrahlutverkinu, ungbörnunum eða umönnun þeirra.

Foreldramorgnar í Háteigskirkju eru alla miðvikudagsmorgna. Á miðvikudögum sem bera upp á almenna frídaga sbr. skírdag, sumardaginn fyrsta og á miðvikuudögum milli jóla og nýárs eru ekki foreldramorgnar.

Krúttasálmar

Krúttasálmar, tónlistarnámskeið börn á leikskólaaldri, fer fram í kirkjunni alla miðvikudaga kl. 16.30

Öll krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin á notalegar tónlistarstundir í Háteigskirkju

Krúttasálmar, tónlistarnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri, fer fram í kirkjunni alla miðvikudag kl. 16.30

Kennari Guðný Einarsdóttir

Viltu koma í kórinn? Kordía

hafðu samband við Guðnýju organista